Notuðu piparúða á mótmælendur Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:42 Um tíu mótmælendur eru illa haldin vegna piparúða. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira