Persónan Katrín Jakobsdóttir Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:16 „Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun