Upp­gjör, við­töl og myndir: HK - Breiða­blik 0-2 | Blikar lönduðu þremur stigum í Kórnum

Árni Jóhannsson skrifar
Hart barist í leik kvöldsins.
Hart barist í leik kvöldsins. Vísir/Pawel

Tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn dugði Breiðablik til að landa öllum stigunum í Kópavogsslagnum í 9. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Blikar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en tvö dugðu í þetta sinn. Blikar halda því í við Víking í topp baráttunn

Það var augljóst að liðin ætluðu sér að mæta af krafti út í leikinn en það kostaði þó lið HK í blá byrjun leiksins. Eiður Gauti Sæbjörsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði og lá Eiður óvigur eftir og virtist vera rotaður. Hann reis þó upp og labbaði út af en gat ekki haldið áfram leik. Hann hélt handklæði við munninn á sér og vonandi eru meiðslin ekki alvarleg.

HK - Breiðablik besta deild karla sumar 2024Vísir/Pawel

Leikurinn hélt áfram og eftir smá tíma náðu HK-ingar að þétta raðir sína og héldu Blikum í skefjum. Arnar Freyr Jónsson greip inn í þegar á þurfti að halda og varði það sem kom á markið. Annars voru Blikar meira með boltann án þess að skapa sér nein færi. Heimamenn reyndu á löngu boltana en sköpuðu nánast ekkert úr þeim.

Arnar Freyr Ólafsson kýlir boltann frá marki HK.Vísir/Pawel

Þannig gekk leikurinn þangað til á á fjórðu mínútu uppbótartíma en sökum meiðslanna í byrjun þá var sjö mínútum bætt við. angur bolti upp á Ísak Snæ sem náði að skalla boltann inn fyrir á Jason Daða Svanþórsson sem náði að komast framhjá varnarmanni og þá var bara markmaðurinn eftir. Jason gerði allt rétt og sendi boltann í hina áttina miðað við þá átt sem Arnar fór í.

Kristinn Jónsson gerir sig líkleganVísir/Pawel

Strax í byrjun seinni hálfleiks þá gerðu Blikar í raun og veru út um leikinn þegar Ísak Snær skoraði mark. Sama uppskrift var að markinu en Aron Bjarnason náði þá að skalla inn fyrir á Ísak Snæ sem náði skoti á lofti og nógu fast til að Arnar Freyr næði ekki að koma vörnum við.

Blikar hefðu getað bætt við 2-4 mörkum en höfðu ekki heppnina með sér þannig að tvö mörk dugðu í kvöld. HK ógnaði ekki að ráði og staða þeirra er ekki betri en fyrir leik.

Kristinn Steindórsson sækir að marki HK.Vísir/Pawel

Atvik leiksins

Það eru meiðsli Eiðs Gauta Sæbjörnssonar í byrjun leiksins. Leiðinlegt þegar menn koma inn í byrjunarliðið og þurfa frá að hverfa strax. Við óskum Eiði góðs og skjóts bata með von um að þetta hafi verið skárra en á horfðist.

Stjörnur og skúrkar

Ísak Snær færi stjörnunafnbótina í kvöld. Hann hefur verið á pönnunni hjá sérfræðingunum í sumar en mark og stoðsending í kvöld og góð frammistaða gefur honum væntanlega byr undir báða vængi.

Blikar fagna öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Pawel

Skúrkarnir í kvöld eru þeir sem eiga að bera uppi sóknarleik heimamanna. Þeir gerðu ekkert í dag af viti og því náðu þeir ekki að velgja gestunum undir uggum.

Úr leik kvöldsins.Vísir/Pawel

Dómari leiksins

Ívar Orri Kristjánsson stóð sig vel í kvöld. Byrjaði á því að tala við menn og geymdi spjöldin fyrir brot sem verðskulduðu spjöldin. Ekkert út á hann að setja fyrir utan að hann hefði mögulega mátt grípa það að boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan sem leiddi til fyrsta marksins var tekin. Erfitt kannski að sjá hæga ferð í hita leiksins. Þarna hefði VAR líklega gripið inn í og hjálpað teyminu.

Ívar Orri dómari hafði í nægu að snúast.Vísir/Pawel

Stemmning og umgjörð

Það var gott að vera í Kórnum í kvöld en það var vindasamt fyrir utan. Við fundum ekki fyrir því. Stemmningin var góð og létu báðar stuðningssveitir vel í sér heyra. Ég ætla samt að brýna fyrir kollegum mínum að mæta með eyrnatappa ef þeir eru viðkvæmir fyri því trommusláttur stuðningsmanna og döpur hljóðvist er einstaklega vond blanda.

Viðtöl:

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira