Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2024 23:44 Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann kynnti friðartillögur Ísraela í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. „Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
„Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20
Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05