Harður stuðingsmaður Real Madrid: „Við elskum þessa keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 13:30 Magnús Dagur Ásbjörnsson hefur aldrei þorað að mæta á úrslitaleik í Meistaradeildinni því liðið hefur alltaf unnið þegar hann er heima í sófa. Hann sá því aldrei Cristiano Ronaldo leiða liðið til sigurs. S2 Sport/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Real Madrid í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Hann segir Real ætla að vinna sína keppni einu sinni enn. Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti