Halla Tómasdóttir leiðir í öllum kjördæmum sem stendur. Áður hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Þar leiðir hún einnig.
Arnar Þór Jónsson er með 5,17 prósent fylgi, Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 0,13 prósent fylgi, Ástþór Magnússon með 0,17 prósent fylgi. Baldur Þórhallsson er með 8,41 prósent fylgi, Eiríkur Ingi Jóhannsson með 0,05 prósent, Helga Þórisdóttir með 0,20 prósent fylgi, Jón Gnarr með 10,59 prósent fylgi, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 0,77 og Viktor Traustason með 0,24 prósent.