Sport

Ancelotti á tvö mögnuð þjálfaramet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti fagnar sigri í Meistaradeildinni með lærisveinum sínum í Real Madrid.
Carlo Ancelotti fagnar sigri í Meistaradeildinni með lærisveinum sínum í Real Madrid. EPA-EFE/ANDY RAIN

Carlo Ancelotti varð í gær fyrsti þjálfarinn til að vinna Meistaradeildina í fótbolta í fimmta sinn.

Hann stýrði þá Real Madrid til 2-0 sigurs á móti Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley en liðið var að vinna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur síðustu árum.

Ancelotti hafði unnið Meistaradeildina þrisvar á þjálfaraferlinum áður en hann tók aftur við Real Madrid, fyrst með Juventus 2003 og 2007 og svo með Real Madrid 2014. Vann hana síðan 2022 eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik og svo í fimmta sinn á Wembley í gær.

Ancelotti vann þessa keppni einnig tvisvar sem leikmaður AC Milan eða árin 1989 og 1990.

Hann á nú tvö mögnuð þjálfaramet því hann er líka eini þjálfarinn sem hefur unnið landstitilinn í fimm stærstu deildum Evrópu sem eru Ítalíu (AC Milan 2004), England (Chelsea 2010), Frakkland (Paris Saint Germain 2013), Þýskland (Bayern München 2017) og Spánn (Real Madrid 2022 og 2024).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×