„Ekkert til að skammast mín fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Mykolas Alekna keppti á Demantamótinu í Osló þar sem hann fagnaði sigri með kasti upp á 70,91 metra. Getty/Maja Hitij Heimsmethafinn Mykolas Alekna finnst gagnrýnin á sig ósanngjörn en hann setti heimsmet í kringlukasti í apríl við sérstakar og mjög hagstæðar aðstæður. Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira