Innlent

Aukafréttatími Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í hádeginu, sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í hádeginu, sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Í tilefni forsetakosninga í gær er blásið til aukafréttatíma Stöðvar 2 í opinni dagskrá á slaginu 12.

Halla Tómasdóttir tók forystuna í forsetakosningunum strax og fyrstu tölur bárust og hélt henni allt til loka. Hún verður sjöundi forseti lýðveldisins og sett inn í embætti 1. ágúst. Við ræðum við nýkjörinn forseta í fréttatímanum.

Kannanir Maskínu fyrir fréttastofuna sýndu vel í hvað stefndi í forsetakosningunum. Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti síðan endanlega á hvaða siglingu Halla Tómasdóttir var síðustu dagana fyrir kosningar. Farið verður yfir niðurstöður kosninganna og skoðanakannir.

Þá kíkjum við á hátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn þar sem Sjómannadeginum er fagnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×