Innlent

Nýr for­seti, kjör­sókn sú besta í 28 ár og mat kjós­enda

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Höllu Tómasdóttur nýkjörnum forseta var fagnað ákaft af stuðningsfólki sínu þegar hún ávarpaði það fyrir utan heimili sitt síðdegis. Halla tók forystuna í kosningunum strax og fyrstu tölur bárust og hélt henni allt til loka.

Hún segir það mikinn heiður að fá að verða forseti. Við ræðum við Höllu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 2. júní 2024

Þá förum við ítarlega yfir úrslit kosninganna en kjörsókn var sú besta sem sést hefur í forsetakosningum í tuttugu og átta ár. Við ræðum líka um framkvæmd kosninganna við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar. Hittum kjósendur og sjáum hvernig kosningavökur frambjóðendanna fóru fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×