„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:37 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap. „Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti