Fæddist með einn fót og Ungfrú Ísland næst á dagskrá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2024 20:05 Matthildur Emma með fyrsta gervifótinn, sem hún notaði fyrstu árin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson 18 ára stelpa í Reykjanesbæ, sem fæddist bara með einn fót lætur ekkert stöðva sig, enda búin að stunda dans í mörg ár og æfa sund. Næst er það keppnin í ungfrú Ísland. Foreldrum hennar var ráðlagt að fara í þungunarrof þegar þetta var ljóst í 12 vikna sónar. Matthildur Emma býr í foreldrahúsum í Reykjanesbæ en hún er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætla sér svo að læra sálfræði í Háskóla Íslands.Hún er ótrúlega jákvæð, alltaf brosandi og lætur ekkert stöðva sig í lífinu þrátt fyrir fötlun sína. „Þetta er fyrsti gervifóturinn, sem ég fékk en ég held að ég hafi verið um eins árs þegar ég fékk þennan,” segir Matthildur Emma og bætir við. „Ég fæddist með galla, sem kallast „Proximal focal femoral deficiency”, þannig að lærleggsbeinið hætti að vaxa og ég hef bara verið þannig allt mitt líf.” Og nú er Matthildur Emma komin með gerfirafmagnsfót, sem hún stjórnar með appi í símanum sínum, magnað. „Ef ég fer að hjóla þá bara stillist það, kemur bara svona „píp” og þá er hann komin í hjólastillingu,” segir hun. Matthildur Emma Sigurðardóttir er 18 ára og býr í Reykjanesbæ. Hún fæddist með einn fót og hefur aldrei látið það stoppa sig í lífinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Matthildur með sérstakan hlaupafót eða fjöður og þann fót notar hún þegar hún er til dæmis að dansa. Í gegnum árin hefur hún unnið til fjölda verðlauna í dansinum, sund inu og meira að segja fótbolta, en það er einn verðlaunapeningur í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Já, það er þriðja sætið í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í dansi,” segir Matthildur Emma og heldur áfram. „Þegar ég var yngri vorkenndi fólk mér mjög mikið og skyldi ekki alveg, hélt kannski að þetta væri slys eða eitthvað svoleiðis en ég sagði bara alltaf, ekki vera að vorkenna mér, mér finnst þetta bara geggjað, ég myndi ekki breyta þessu ef það væri hægt.” Af hverju ertu svona jákvæð gagnvart þessu? „Það er bara ekkert hægt að gera í þessu, við erum bara öll eins og við erum,” segir hún brosandi. En hvað segir mamma Matthildar, Eygló Rós um dóttir sína? „Heyrðu, hún er náttúrulega bara algjör snillingur, sem hefur aldrei látið neitt stoppa sig.” En ykkur var ráðlagt að eyða fóstrinu eða hvað? „Já það var svolítið ýtt undir það að það væri helsti kosturinn í stöðunni og við fórum í þessa hnakkarþykktarmælingu og allt það dótarí, sem allt leit mjög vel út þannig að okkur datt það bara aldrei í hug,” segir Eygló Rós. Eygló Rós Nielsen mamma Matthildar Emmu, sem segir hana algjöran snilling.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Matthildur Emma er að fara að taka þátt í Ungfrú Ísland enda alltaf haft mikinn áhuga á allskonar keppnum. „Já, ég vil bara vera fyrirmynd fyrir annað fólk, sem er kannski með aðra galla, það á ekkert að láta stoppa mann,” segir hún. Næsta verkefni Matthildar Emmu er að taka þátt í Ungfrú Ísland 2024. Hér er hún með kærasta sínum, Finni Guðbergi Ívarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Ungfrú Ísland Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Matthildur Emma býr í foreldrahúsum í Reykjanesbæ en hún er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætla sér svo að læra sálfræði í Háskóla Íslands.Hún er ótrúlega jákvæð, alltaf brosandi og lætur ekkert stöðva sig í lífinu þrátt fyrir fötlun sína. „Þetta er fyrsti gervifóturinn, sem ég fékk en ég held að ég hafi verið um eins árs þegar ég fékk þennan,” segir Matthildur Emma og bætir við. „Ég fæddist með galla, sem kallast „Proximal focal femoral deficiency”, þannig að lærleggsbeinið hætti að vaxa og ég hef bara verið þannig allt mitt líf.” Og nú er Matthildur Emma komin með gerfirafmagnsfót, sem hún stjórnar með appi í símanum sínum, magnað. „Ef ég fer að hjóla þá bara stillist það, kemur bara svona „píp” og þá er hann komin í hjólastillingu,” segir hun. Matthildur Emma Sigurðardóttir er 18 ára og býr í Reykjanesbæ. Hún fæddist með einn fót og hefur aldrei látið það stoppa sig í lífinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Matthildur með sérstakan hlaupafót eða fjöður og þann fót notar hún þegar hún er til dæmis að dansa. Í gegnum árin hefur hún unnið til fjölda verðlauna í dansinum, sund inu og meira að segja fótbolta, en það er einn verðlaunapeningur í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Já, það er þriðja sætið í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í dansi,” segir Matthildur Emma og heldur áfram. „Þegar ég var yngri vorkenndi fólk mér mjög mikið og skyldi ekki alveg, hélt kannski að þetta væri slys eða eitthvað svoleiðis en ég sagði bara alltaf, ekki vera að vorkenna mér, mér finnst þetta bara geggjað, ég myndi ekki breyta þessu ef það væri hægt.” Af hverju ertu svona jákvæð gagnvart þessu? „Það er bara ekkert hægt að gera í þessu, við erum bara öll eins og við erum,” segir hún brosandi. En hvað segir mamma Matthildar, Eygló Rós um dóttir sína? „Heyrðu, hún er náttúrulega bara algjör snillingur, sem hefur aldrei látið neitt stoppa sig.” En ykkur var ráðlagt að eyða fóstrinu eða hvað? „Já það var svolítið ýtt undir það að það væri helsti kosturinn í stöðunni og við fórum í þessa hnakkarþykktarmælingu og allt það dótarí, sem allt leit mjög vel út þannig að okkur datt það bara aldrei í hug,” segir Eygló Rós. Eygló Rós Nielsen mamma Matthildar Emmu, sem segir hana algjöran snilling.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Matthildur Emma er að fara að taka þátt í Ungfrú Ísland enda alltaf haft mikinn áhuga á allskonar keppnum. „Já, ég vil bara vera fyrirmynd fyrir annað fólk, sem er kannski með aðra galla, það á ekkert að láta stoppa mann,” segir hún. Næsta verkefni Matthildar Emmu er að taka þátt í Ungfrú Ísland 2024. Hér er hún með kærasta sínum, Finni Guðbergi Ívarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Ungfrú Ísland Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira