Sport

Djokovic kennir slæmum vallaraðstæðum um meiðsli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Djokovic rann til í öðru settinu og virtist sárþjáður en tókst að klára leikinn.
Djokovic rann til í öðru settinu og virtist sárþjáður en tókst að klára leikinn. Christian Liewig - Corbis/Getty Images

Novak Djokovic mun mögulega ekki geta haldið áfram keppni á opna franska meistaramótinu vegna meiðsla sem hann segir orsakast af slæmum vallaraðstæðum.

Djokovic sló Francisco Cerundolo út í fimm settum í gær en rann til í leirnum og varð fyrir hnémeiðslum í öðru settinu. Hann innbyrti hámarksmagn sem leyfilegt er af verkjalyfjum og hélt leik áfram.

„Ég veit ekki hvað gerist, hvort ég muni geta stigið aftur inn á völlinn og spilað,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gærkvöldi.

Hann kennir slæmum vallaraðstæðum um meiðslin.

„Það er eins og einhver leir hafi horfið í dag. Mjög lítið af eða nánast enginn leir á vellinum í dag. Þurrt í lofti, sól og hiti, það hefur áhrif á leirinn þannig að hann verður sleipari. Þess vegna meiddist ég í dag, ég rann til.“

Meðlimir í lækna- og þjálfarateymi Djokovic eru sagðir hafa sett sig í samband við mótsskipuleggjendur til að athuga hvort viðhaldi vallarins hafi verið sinnt eftir ítrustu kröfum.


Tengdar fréttir

Segir of snemmt að kalla sig drottningu leirsins

Hin pólska Iga Świątek byrjaði Opna franska meistaramótið í tennis af miklum krafti þegar hún gekk frá Leolia Jeanjean í fyrstu umferð. Świątek trónir á toppi heimslistans um þessar mundir og stefnir á að vera fyrsta konan síðan 2007 til að vinna Opna franska þrjú ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×