Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2024 12:22 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Sigurjón Ólason Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að á sama tíma og komum ferðamanna til landsins fjölgaði um sex prósent fyrstu fjóra mánuði ársins þá fækkaði gistinóttum um sex prósent. Jafnframt sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að bókanir á gististöðum fyrir sumarið væru tíu til fimmtán prósentum færri núna miðað við sama tíma í fyrra. Mynd úr herferðinni Let it out eða öskurherferð Inspired by Iceland, sem farið var í eftir covid-heimsfaraldurinn.Vísir/Íslandsstofa „Aðaláhyggjuefni okkar er að sjálfsögðu það að þetta er að fara í öfuga átt við það sem við viljum sjá þróunina. Við viljum ekki sjá fleiri og fleiri ferðamenn aftur, við vildum sjá meiri og meiri verðmæti af hverjum ferðamanni og að gistinætur hvers og dvalarlengd hvers ferðamanns lengist. Það er sameiginlegt markmið allra sem standa í þessu,” segir Jóhannes í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir aukna landkynningu eina svarið við þessari öfugþróun. „Samkeppnisríkin eru líka búin að taka sig verulega á í markaðssetningu, neytendamarkaðssetningu, sem við í rauninni höfum ekki verið að sinna síðan 2022 að neinu marki. Við stóðum okkur vel í faraldrinum en eftir það, þegar aðrir fóru af stað, þá hefur verið slökkt á fjármagni í það hér á landi.” Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Hann segir þetta sameiginlegt verkefni ríkisins og ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er tvennskonar. Ríkið sér um „brand marketing” eða markaðssetninguna mörkun Íslands sem áfangastaðar. Að segja frá hvað Ísland er og að Ísland sé til og að það sé skynsamlegt að ferðast hingað. Fyrirtækin hins vegar sinna síðan sölumarkaðssetningunni og leggja gríðarlegt fé í það. Hún skilar langmestum árangri ef að ríkið leggur til þessa áfangastaða markaðssetningu, sem að eiginlega öll lönd í kringum okkur eru að gera. Og að auka við um þessar mundir,” segir Jóhannes Þór Skúlason. Hér var sagt frá verðlaunum Íslandsstofu fyrir öskurherferðina eftir covid-heimsfaraldurinn árið 2021: Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag árið 2010 um markaðsátakið sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli: Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Efnahagsmál Hótel á Íslandi Bílaleigur Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22 Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58 Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að á sama tíma og komum ferðamanna til landsins fjölgaði um sex prósent fyrstu fjóra mánuði ársins þá fækkaði gistinóttum um sex prósent. Jafnframt sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að bókanir á gististöðum fyrir sumarið væru tíu til fimmtán prósentum færri núna miðað við sama tíma í fyrra. Mynd úr herferðinni Let it out eða öskurherferð Inspired by Iceland, sem farið var í eftir covid-heimsfaraldurinn.Vísir/Íslandsstofa „Aðaláhyggjuefni okkar er að sjálfsögðu það að þetta er að fara í öfuga átt við það sem við viljum sjá þróunina. Við viljum ekki sjá fleiri og fleiri ferðamenn aftur, við vildum sjá meiri og meiri verðmæti af hverjum ferðamanni og að gistinætur hvers og dvalarlengd hvers ferðamanns lengist. Það er sameiginlegt markmið allra sem standa í þessu,” segir Jóhannes í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir aukna landkynningu eina svarið við þessari öfugþróun. „Samkeppnisríkin eru líka búin að taka sig verulega á í markaðssetningu, neytendamarkaðssetningu, sem við í rauninni höfum ekki verið að sinna síðan 2022 að neinu marki. Við stóðum okkur vel í faraldrinum en eftir það, þegar aðrir fóru af stað, þá hefur verið slökkt á fjármagni í það hér á landi.” Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Hann segir þetta sameiginlegt verkefni ríkisins og ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er tvennskonar. Ríkið sér um „brand marketing” eða markaðssetninguna mörkun Íslands sem áfangastaðar. Að segja frá hvað Ísland er og að Ísland sé til og að það sé skynsamlegt að ferðast hingað. Fyrirtækin hins vegar sinna síðan sölumarkaðssetningunni og leggja gríðarlegt fé í það. Hún skilar langmestum árangri ef að ríkið leggur til þessa áfangastaða markaðssetningu, sem að eiginlega öll lönd í kringum okkur eru að gera. Og að auka við um þessar mundir,” segir Jóhannes Þór Skúlason. Hér var sagt frá verðlaunum Íslandsstofu fyrir öskurherferðina eftir covid-heimsfaraldurinn árið 2021: Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag árið 2010 um markaðsátakið sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli:
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Efnahagsmál Hótel á Íslandi Bílaleigur Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22 Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58 Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22
Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58
Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00