Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Sanchez var skotin nítján sinnum í gær í bænum sem hún hafði verið bæjarstjóri í síðan 2021. Hún var fyrsta konan til að vera kjörin bæjarstjóri í Cotija en ofbeldi í garð stjórnmálamanna hefur varpað stórum skugga á nýgengnar forsetakosningar þar sem tvær konur kepptu um embættið.
Borist hótanir síðan 2021
Árásarmennirnir sátu fyrir Sanchez í miðbæ Cotija í gær og létu skothríð rigna yfir hana þegar hún nálgaðist. Nítján skot hæfðu Sanchez en lífvörður hennar hlaut einnig bana af. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins en lögreglunni á svæðinu grunar að árásarmennirnir tilheyri skipulagðri glæpastarfsemi á svæðinu.
Sanchez hafði áður sagt að hún hafi fengið töluvert af morðhótunum eftir að hún tók við embætti bæjarstjóra . Morðhótanirnar sem Sanchez barst voru flestar í þá átt að hún ætti að veita lögreglunni vald yfir öryggismálum bæjarfélagsins en lögreglan á svæðinu er að mestu leyti á launaskrá glæpagengja samkvæmt því sem fram kemur í frétt BBC um málið.
Sanchez neitaði öllum kröfum þess efnis og fól her Mexíkó að tryggja öryggi bæjarins.