Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísafjarðar Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 15:13 Toby King og Rio Ferdinand er nánir vinir í gegnum tengsl fjölskyldna sinna. King, sem leikur nú með Bestu deildar liði Vestra getur leitað hvenær sem er til Rio til að fá ráð varðandi sinn feril Vísir/Samsett mynd Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum. „Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“ Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Sjáðu fyrsta níu pílna leikinn á HM Sport Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
„Hann er mjög náinn fjölskylduvinur. Ég hef þekkt hann síðan að ég var átta ára gamall,“ segir Toby King aðspurður um tengsl sín við Rio Ferdinand. „Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning á mínum knattspyrnuferli. Er alltaf til í að gefa mér ráð. Hann á náttúrulega sjálfur að baki ansi magnaðan feril á toppi knattspyrnuheimsins. Ég gæti eiginlega ekki geta beðið um betri mann til þess að leita til.“ Þegar að Rio Ferdinand setti inn athugasemd við myndband Bestu deildarinnar af marki King fyrir Vestra gegn Stjörnunni um daginn tengdu einhverjir saman tvo og tvo. Þeir báðir hafa á einum tímapunkti síns ferils verið á mála hjá West Ham United en tenging þeirra er ekki tilkomin vegna félagsins. Rio Ferdinand náði hæstu hæðum á sínum atvinnumannaferli í fótbolta. Hér er hann með Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður Manchester United á Old TraffordVísir/Getty „Það er bara tilviljun að við skyldum hefja okkar feril á svipuðum nótum hjá West Ham. Við þekkjumst bara í gegnum vinabönd fjölskyldna okkar. Þetta hefur ekkert að gera með West Ham en þó fránært að hann eigi sjálfur að baki farsælan feril og að ég geti leitað til hans.“ King hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum krefjandi tíma þar sem að meiðsli hafa sett strik í reikninginn á hans ferli. Á þannig stundum hefur hann notið góðra ráða frá Rio. „Ég má hafa samband við hann hvenær sem ég vil og get alltaf treyst á að fá góð og ítarleg ráð frá honum til baka. Sama hvort um er að ræða aðstæður innan eða utan vallar. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa mér. Hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli og ég að sjálfsögðu tek mark á því sem að hann segir. Rio hefur séð allt á sínum atvinnumannaferli og náði þvílíkum árangri. Það hjálpar mér gífurlega að geta leitað til hans.“° Það sé gulls ígildi að geta leitað til fyrrverandi atvinnumanns eins og Rio. „Það er fyndið að hugsa til þess. Rio er svo jarðbundinn einstaklingur að maður gleymir því stundum hversu háum tindum hann náði á sínum ferli. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að geta fengið ráð frá honum varðandi minn feril.“ Toby gekk til liðs við Vestra í annað sinn á sínum ferli fyrir yfirstandandi tímabil. Hann var áður leikmaður félagsins tímabilið 2022. Eftir að hafa gengið í gegnum krefjandi meiðslatímabil fékk Toby ráð frá Rio áður en hann tók stökkið á nýjan leik til Vestra á Ísafirði. „Áður en ég hélt til Íslands aftur, í febrúar nánar tiltekið átti ég samtal við hann. Þá hafði ég gengið í gegnum heilt tímabil þjakaður af meiðslum. Hann gaf mér ráð varðandi alls konar hluti sem ég gæti gert til þess að halda mér heilum. Hlutir sem ég gæti gert í kringum æfingar til þess að geta komið mér aftur á þann stað sem að ég var á fyrir meiðslin.“
Vestri Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Sjáðu fyrsta níu pílna leikinn á HM Sport Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira