Innlent

Hand­tóku mann í Hafnar­firði en málið enn ó­upp­lýst

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjórar tilkynningar bárust um að maður hefði veist að börnum í Hafnarfirði í maí.
Fjórar tilkynningar bárust um að maður hefði veist að börnum í Hafnarfirði í maí. Vísir/Vilhelm

Lögreglan segir að manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfirði sé enn leitað og málið sé óupplýst þrátt fyrir að karlmaður hafi verið handtekinn í tengslum við það um helgina.

Maður var handtekinn á föstudag og færður til yfirheyrslu í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum tilvikum í Hafnarfirði í síðasta mánuði þar sem maður veittist að börnum

Í tilkynningu eru tekin af tvímæli um það að maður, sem veittist að barni eða börnum með fúkyrðum í verslunarmiðstöðinni Firði um síðustu helgi, tengist ekki rannsókninni. „Afskipti“ hafi verið höfð af manninum en hann sé ekki talinn tengjast áðurnefndum atvikum í bænum í maí. Hann hafi því verið laus úr haldi að lokinni yfirheyrslu.

Málið telst því enn óupplýst en lögreglan segir að aukið eftirlit sem gripið var til vegna óþekkta árásarmannsins verði haldið áfram. Rannsókn málanna sé í forgangi hjá lögreglunni og allt kapp sé lagt á að finna þann sem var að verki.


Tengdar fréttir

Á­standið í Hafnar­firði geti haft lang­varandi á­hrif á börn

Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×