Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að bankinn sé tengdur greiðslum til fyrirtækja sem eru beintengd hinum ýmsu hryðjuverkasamtökum. Um er færslur upp á fleiri milljarða Bandaríkjadala.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bankinn er bendlaður við ólöglegt athæfi en talið er að ríkisstjórn Íran hafi notað bankann frá 2008 til 2013. Eitthvað sem bankar í Bretlandi máttu ekki á þeim tíma.
Árið 2012 kom David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í veg fyrir ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í garð bankans vegna peningaþvotts.
Standard Chartered accused of helping to fund terrorists.
— Prem Sikka (@premnsikka) June 4, 2024
Bank previously shielded by UK govt for money laundering offences, allegedly processed $100bn in sanctions busting and “terror groups” funding.
Boosts profits, exec pay.
UK continues deregulationhttps://t.co/WdV7dgRR3h
Í skjölunum frá New York segir að nú sé um að ræða færslur tengdar einstaklingum og hryðjuverkasamtökum á borð við Hezbollah, Hamas, al-Qaeda og Talíbanana upp á 9,6 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 1300 milljarða íslenskra króna.
Bankinn, sem borgar Liverpool 50 milljónir punda (8.8 milljarða íslenskra króna) ár hvert fyrir að vera framan á treyjum þess, segir ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast.