Í sumar verða gerðar breytingar sem koma í veg fyrir að þeir eru ekki beintengdir aðalliði United borði með leikmönnum þess í mötuneytinu á æfingasvæðinu.
Fyrirhugaðar breytingar hafa mælst misvel fyrir. Sumir telja að með þeim sé verið að einangra leikmennina frá starfsfólkinu en aðrir telja að með þessu fái þeir meiri frið og verði ekki fyrir óþarfa áreiti.
Ratcliffe og félagar í INEOS eiga fjórðungshlut í United og ráða öllu er viðkemur fótboltamálum hjá félaginu.
Nú stendur yfir ein alls herjar greining á stöðu mála hjá United og þegar henni er lokið kemur í ljós hvort Erik ten Hag heldur starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins. Undir hans stjórn varð United bikarmeistari á síðasta tímabili.