Stunguárás á fulltrúa þýsks fjarhægriflokks Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 08:34 Lögreglumenn í Mannheim syrgja fallinn félaga sinn sem var stunginn til bana á mótmælum gegn íslam á laugardag. AP/Michael Probst Fulltrúi þýska fjarhægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) var stunginn í árás í borginni Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands seint í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að lögreglumaður var stunginn til bana í mótmælum gegn íslam í borginni. Þýska fréttaveitan dpa segir að ráðist hafi verið á sveitarstjórnarmann AfD með hnífi. Lögreglan á staðnum hefur ekki veitt upplýsingar um málið enn sem komið er. Dpa segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Flokkurinn segir að fórnarlambið sé á sjúkrahúsi og að árásarmaðurinn kunni að vera róttækur vinstrisinni. Tuttugu og fimm ára gamall afganskur karlmaður stakk nokkra liðsmenn öfgahægrihóps sem stóð fyrir mótmælum gegn „pólitísku íslam“ á laugardag. Árásarmaðurinn stakk einnig lögreglumann sem reyndi að skerast í leikinn áður en hann var skotinn og særður. Lögreglumaðurinn, sem var 29 ára gamall, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi á sunnudag. Marco Buschmann, dómsmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því á mánudag að skýrar vísbendingar væru um að árásarmaðurinn hefði aðhyllst íslamska öfgahyggju. Alríkissaksóknarar sem sjá um hryðjuverka- og þjóðaröryggismál tækju við rannsókninni. Hrina árása hefur verið gerð á þýska stjórnmálamenn í kosningabaráttu þeirra á undanförnum misserum. Evrópuþingskosningar fara fram í Þýskalandi og öðrum Evrópusambandsríkjum á sunnudag. Þá verður kosið í einstökum þýskum sambandslöndum og sveitarstjórnum síðar á þessu ári. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10 Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Þýska fréttaveitan dpa segir að ráðist hafi verið á sveitarstjórnarmann AfD með hnífi. Lögreglan á staðnum hefur ekki veitt upplýsingar um málið enn sem komið er. Dpa segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Flokkurinn segir að fórnarlambið sé á sjúkrahúsi og að árásarmaðurinn kunni að vera róttækur vinstrisinni. Tuttugu og fimm ára gamall afganskur karlmaður stakk nokkra liðsmenn öfgahægrihóps sem stóð fyrir mótmælum gegn „pólitísku íslam“ á laugardag. Árásarmaðurinn stakk einnig lögreglumann sem reyndi að skerast í leikinn áður en hann var skotinn og særður. Lögreglumaðurinn, sem var 29 ára gamall, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi á sunnudag. Marco Buschmann, dómsmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því á mánudag að skýrar vísbendingar væru um að árásarmaðurinn hefði aðhyllst íslamska öfgahyggju. Alríkissaksóknarar sem sjá um hryðjuverka- og þjóðaröryggismál tækju við rannsókninni. Hrina árása hefur verið gerð á þýska stjórnmálamenn í kosningabaráttu þeirra á undanförnum misserum. Evrópuþingskosningar fara fram í Þýskalandi og öðrum Evrópusambandsríkjum á sunnudag. Þá verður kosið í einstökum þýskum sambandslöndum og sveitarstjórnum síðar á þessu ári.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10 Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59
Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09