Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu? Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. júní 2024 08:31 Einfalda svarið þessari spurningunni er: Vegna þess að fólk sem berst fyrir sjálfstæði sínu og frelsi gegn blóðugri innrás þarf vopn til að verja sig. Ef við ættum vopn, þá myndum við senda þau. En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati. Og málið kemur Íslandi sannarlega við. Varnir eru ekki andstaða við frið heldur eru varnir til að verja friðinn. Ísland er og verður á hernaðarlega mikilvægum stað. Þess vegna verðum við að vera meðvituð um þann möguleika að um land okkar yrði tekið með vopnum. Það er einmitt vegna þessa langsótta, en ískyggilega, möguleika að Ísland hefur í 75 ár verið hluti af Atlantshafsbandalaginu og er með varnarsamning við Bandaríkin. Ef til slíkra aðstæðna kemur munum við Íslendingar horfa upp á erlenda hermenn leggja sjálfa sig í hættu, særast og falla til þess að vernda okkar herlausa land. Þetta er hryllileg tilhugsun, en fyrir fámennt ríki á hernaðarlega mikilvægu svæði í heiminum, er ekkert annað úrræði tiltækt en að treysta á samtakamátt og fórnfýsi annarra ef á reynir. Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn. Sú skuldbinding sem aðrar þjóðir hafa gert gagnvart okkur krefst þess að við séum fær um að taka skýra afstöðu með þeim þegar ógnir steðja að þeim. Það hefur Ísland gert hingað til og um það hefur ríkt samstaða sem ég er þakklát fyrir. Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu. Ólíkt vina- og bandalagsríkjum okkar sem hafa frá fyrstu dögum getað sent birgðir af eigin varnarbúnaði hefur Ísland ekki verið fært um slíkt framlag. Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með. Ísland er friðsælt. Fjarlægð frá heimsins vígaslóð hefur verið okkar besta trygging fyrir þessari friðsæld gegnum aldirnar. Nútíminn virðir slíkar fjarlægðir engu. Nú felst trygging öryggis okkar í samvinnu við þau ríki sem standa okkur næst. Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Einfalda svarið þessari spurningunni er: Vegna þess að fólk sem berst fyrir sjálfstæði sínu og frelsi gegn blóðugri innrás þarf vopn til að verja sig. Ef við ættum vopn, þá myndum við senda þau. En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati. Og málið kemur Íslandi sannarlega við. Varnir eru ekki andstaða við frið heldur eru varnir til að verja friðinn. Ísland er og verður á hernaðarlega mikilvægum stað. Þess vegna verðum við að vera meðvituð um þann möguleika að um land okkar yrði tekið með vopnum. Það er einmitt vegna þessa langsótta, en ískyggilega, möguleika að Ísland hefur í 75 ár verið hluti af Atlantshafsbandalaginu og er með varnarsamning við Bandaríkin. Ef til slíkra aðstæðna kemur munum við Íslendingar horfa upp á erlenda hermenn leggja sjálfa sig í hættu, særast og falla til þess að vernda okkar herlausa land. Þetta er hryllileg tilhugsun, en fyrir fámennt ríki á hernaðarlega mikilvægu svæði í heiminum, er ekkert annað úrræði tiltækt en að treysta á samtakamátt og fórnfýsi annarra ef á reynir. Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn. Sú skuldbinding sem aðrar þjóðir hafa gert gagnvart okkur krefst þess að við séum fær um að taka skýra afstöðu með þeim þegar ógnir steðja að þeim. Það hefur Ísland gert hingað til og um það hefur ríkt samstaða sem ég er þakklát fyrir. Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu. Ólíkt vina- og bandalagsríkjum okkar sem hafa frá fyrstu dögum getað sent birgðir af eigin varnarbúnaði hefur Ísland ekki verið fært um slíkt framlag. Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með. Ísland er friðsælt. Fjarlægð frá heimsins vígaslóð hefur verið okkar besta trygging fyrir þessari friðsæld gegnum aldirnar. Nútíminn virðir slíkar fjarlægðir engu. Nú felst trygging öryggis okkar í samvinnu við þau ríki sem standa okkur næst. Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun