Uppgjör: Þór/KA - Breiðablik 0-3 | Blikar völtuðu yfir toppslaginn Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 15:31 Breiðablik er á toppi Bestu. Vísir/HAG Breiðablik lagði Þór/KA sannfærandi að velli, 3-0, í toppslag í 7. umferðar Bestu deildar kvenna á Akureyri í dag. Breiðablik er því áfram taplaust á toppnum en Þór/KA fellur niður í þriðja sæti eftir sigur Vals fyrr í dag. Leikurinn fór fram á VÍS-vellinum á Akureyri sem hefur náttúrulegt gras og lítur ekki vel út svona snemma sumar auk þess sem snjóað hefur á hann alla vikuna. Það var því fátt um dýrðir í fyrri hálfleik og áttu bæði lið í nokkrum erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins og skapa sér almennileg færi. Blikar byrjuðu betur og sóttu nokkuð fyrsta stundarfjórðunginn en leikurinn jafnaðist meira út eftir það. Agla María kom blikum í forystu á 35. mínútu en hún var þá með boltann úti vinstra megin við teiginn og ætlaði líklega að senda boltann fyrir með vinstri fæti en boltinn sveif yfir Shelby Money í markinu í fjærhornið en Shelby hlýtur að gera kröfu á sjálfa sig að gera betur þarna. Síðari hálfleikur var rúmlega sjö mínútna gamall þegar Vigdís Lilja Kristjánsdóttir tvöfaldaði forystu Blika þegar hún kom boltanum inn fyrir marklínuna eftir atgang í teignum í kjölfar hornspyrnu. Andrea Rut Bjarnadóttir rak síðasta naglann í kistu heimakvenna með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Hún kláraði þá færið sitt vel á markteignum eftir frábæran undirbúning Öglu Maríu.Varamaðurinn Sonja Björg Sigurðardóttir var óheppinn að minnka ekki muninn með síðustu spyrnu leikins en skot hennar fór í slá þegar hún fylgdi eftir skoti Bríetar Jóhannsdóttur. Lokatölur 3-0 fyrir Breiðablik. Stjörnur og skúrkar Agla María skoraði og lagði upp í dag og var besti leikmaður vallarins. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark og átti góðan leik og þá var miðvarðarparið mjög sannfærandi í dag sem var skipað þeim Ástu Eir Árnadóttur og Elínu Helenu Karlsdóttur. Hjá Þór/KA var það Sandra María Jessen sem mæddi hvað mest á sóknarlega ásamt Huldu Ósk Jónsdóttur. Þá stendur Hulda Björg Hannesdóttir sína plikt alltaf vel í vörninni og er hættuleg þegar hún bregður sér framar á völlinn. Shleby Money átti ekki góðan leik í marki Þór/KA og hlýtur að gera kröfu á sjálfa sig að verja boltann í fyrsta markinu þegar boltinn svífur yfir hana og í netið eftir fyrigjöf frá Öglu Maríu. Í öðru marki Blika slær hún svo boltann mjög stutt og úr því verður mikill atgangur á markteignum sem endar með marki. Atvik leiksins Síðasta mark leiksins sem var eitt það besta sem sást í leiknum. Frábær undirbúningur frá Öglu Maríu og vel klárað hjá Andreu Rut, alvöru framherja mark. Dómarinn Sveinn Arnarsson stóð sig með prýði í dag en leikurinn var ekki erfiður að dæma og í raun engin stór atvik sem hægt er að deila um. Stemning og umgjörð Stemningin ekkert frábær enda kalt í veðri og fámennt á vellinum, rúmlega 200 manns. Umgjörðin þó til fyrirmyndar. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Þór Akureyri KA Besta deild kvenna
Breiðablik lagði Þór/KA sannfærandi að velli, 3-0, í toppslag í 7. umferðar Bestu deildar kvenna á Akureyri í dag. Breiðablik er því áfram taplaust á toppnum en Þór/KA fellur niður í þriðja sæti eftir sigur Vals fyrr í dag. Leikurinn fór fram á VÍS-vellinum á Akureyri sem hefur náttúrulegt gras og lítur ekki vel út svona snemma sumar auk þess sem snjóað hefur á hann alla vikuna. Það var því fátt um dýrðir í fyrri hálfleik og áttu bæði lið í nokkrum erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins og skapa sér almennileg færi. Blikar byrjuðu betur og sóttu nokkuð fyrsta stundarfjórðunginn en leikurinn jafnaðist meira út eftir það. Agla María kom blikum í forystu á 35. mínútu en hún var þá með boltann úti vinstra megin við teiginn og ætlaði líklega að senda boltann fyrir með vinstri fæti en boltinn sveif yfir Shelby Money í markinu í fjærhornið en Shelby hlýtur að gera kröfu á sjálfa sig að gera betur þarna. Síðari hálfleikur var rúmlega sjö mínútna gamall þegar Vigdís Lilja Kristjánsdóttir tvöfaldaði forystu Blika þegar hún kom boltanum inn fyrir marklínuna eftir atgang í teignum í kjölfar hornspyrnu. Andrea Rut Bjarnadóttir rak síðasta naglann í kistu heimakvenna með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Hún kláraði þá færið sitt vel á markteignum eftir frábæran undirbúning Öglu Maríu.Varamaðurinn Sonja Björg Sigurðardóttir var óheppinn að minnka ekki muninn með síðustu spyrnu leikins en skot hennar fór í slá þegar hún fylgdi eftir skoti Bríetar Jóhannsdóttur. Lokatölur 3-0 fyrir Breiðablik. Stjörnur og skúrkar Agla María skoraði og lagði upp í dag og var besti leikmaður vallarins. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark og átti góðan leik og þá var miðvarðarparið mjög sannfærandi í dag sem var skipað þeim Ástu Eir Árnadóttur og Elínu Helenu Karlsdóttur. Hjá Þór/KA var það Sandra María Jessen sem mæddi hvað mest á sóknarlega ásamt Huldu Ósk Jónsdóttur. Þá stendur Hulda Björg Hannesdóttir sína plikt alltaf vel í vörninni og er hættuleg þegar hún bregður sér framar á völlinn. Shleby Money átti ekki góðan leik í marki Þór/KA og hlýtur að gera kröfu á sjálfa sig að verja boltann í fyrsta markinu þegar boltinn svífur yfir hana og í netið eftir fyrigjöf frá Öglu Maríu. Í öðru marki Blika slær hún svo boltann mjög stutt og úr því verður mikill atgangur á markteignum sem endar með marki. Atvik leiksins Síðasta mark leiksins sem var eitt það besta sem sást í leiknum. Frábær undirbúningur frá Öglu Maríu og vel klárað hjá Andreu Rut, alvöru framherja mark. Dómarinn Sveinn Arnarsson stóð sig með prýði í dag en leikurinn var ekki erfiður að dæma og í raun engin stór atvik sem hægt er að deila um. Stemning og umgjörð Stemningin ekkert frábær enda kalt í veðri og fámennt á vellinum, rúmlega 200 manns. Umgjörðin þó til fyrirmyndar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti