Stefnir í óefni náist samningar ekki í bráð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 13:50 Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, segir í óefni komið ef bakaríin klára hveitið. Vísir/Samsett Á morgun setjast færeysk verkalýðsfélög við samningaborðið og freista þess að binda enda á þrálát verkföll sem staðið hafa yfir síðan ellefta maí síðastliðinn. Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, segir ástandið alvarlegt en að færeyskt samfélag stæði við bak verkafólksins. Hátt í 7000 verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja, Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi hafalagt niður störf. Verkföllin hafa haft mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga en hillur standa tómar í matvöruverslunum og ber á miklum eldsneytisskorti. Engin uppskipun á sér stað og engu er landað og því skortur á ýmsum nauðsynjavörum. Þjóðin standi saman Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka dagvistunarstofnunum, leikskólum og skólum, foreldrum landsins til mikils ama. „Þetta bitnar langmest á foreldrum og flestallir skólar eru lokaðir og í fjarkennslu. Sem betur fer kunnum við það núna í dag eftir Covid að vera með smá fjarkennslu en leikskólar eru allir lokaðir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Hún segir þó að í Færeyjum sé samfélagið þétt og að fólk standi saman. Þjóðin hafi samúð með málstaði verkafólksins, að minnsta kosti enn sem komið er. Dragist verkföllin á langinn gæti önnur staða komið upp á teninginn. „Það vill nú til að Færeyjar eru mjög þétt samfélag þannig það er kannski hægt að bjarga því. Maður heyrir enga undiröldu af óánægju með þetta verkfall. Fólk hefur samúð með verkafólkinu,“ segir Ágústa. Engir ávextir, grænmeti og bráðum ekkert vínarbrauð Hillur í matvörubúðum tæmast óðum af ávöxtum og grænmeti og hveitisskorts fer að gæta í bakaríum landsins. Staðan sé orðin virkilega alvarleg verði bakaríin uppiskroppa með hráefni. „Ég fór í Bónus á föstudaginn og þar voru tómar hillur af allri dagvöru, ávöxtum og grænmeti. Hér borðar fólk eins og á Íslandi mikið af kartöflum. Auðvitað hafði fólk varann á sér og hamstraði svolítið af einhverjum vörum,“ segir Ágústa og bætir við að hún hafi verið gestur á heimili í gær með fjórar fylltar frystikistur af alls konar góðgæti. Grindhvalavaða hafi einnig hætt sér nálægt ströndinni á afar heppilegum tíma. „Það eru einhverjir á sjó og þá kemur fiskur í hús. Auðvitað eru grindhvalaveiðarnar drjúg búbót. Á mánudaginn kom 150 hvala vaða sem hjálpar til,“ segir Ágústa. Alvarlegur eldsneytisskortur Hún segir þó eldsneytisskortinn bíta mest. Eyjarnar séu að verða uppiskroppa með dísel. Eitthvað sé um bensín á Suðurey en hún er tveggja tíma ferjuferðalagi frá Þórshöfn. Ágústa segir Suðureyinga ekki káta með yfirgang Hafnarbúa í þessum málum. Þó hafi skorturinn í för með sér stórbætingu á umferð í höfuðstaðnum. „Það eru mjög margir komnir niður í hálfan tank og reyna að hreyfa bílinn sem allra minnst. Það er svona eins og sunnudagsumferð,“ segir Ágústa og bætir við að hún vænti þess að ástandið muni flýta fyrir rafbílavæðingu Færeyja. Ágústa bendir einnig á að fyrstu heimsókn hins nýkrýnda Friðriks tíunda Danakonungs til Færeyja hefur verið frestað ótímabundið vegna verkfallsins. Það þykir mörgum Færeyingum miður. Von á samningum um helgina Ágústa segir að þrátt fyrir allt þetta sé mikill samhugur með Færeyingum. Færeyskt samfélag sé þétt ofið og allir standi saman til að bregðast við erfiðleikunum. „Þegar þú ert í svona litlum samfélögum þá er öryggisnetið svo sterkt. Það eiga allir afa og ömmur og frænda og frænkur sem hjálpast að þannig fólk geti farið í vinnuna þó börnin séu ekki í skólanum,“ segir hún. Ágústa kveðst einnig ekki hafa orðið vara við mikla óánægju. Fólk standi með verkafólkinu, að öllu óbreyttu í það minnsta. Þá er lögmaður Færeyja einnig formaður Jafnaðarflokksins og því ólíklegt að hann komi til með að þvinga neinn til samninga. „Það er að draga saman með þeim og ég hef fulla trú á því að þeir nái að semja um helgina. Andinn er þannig,“ segir Ágústa. Íslendingar erlendis Færeyjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Hátt í 7000 verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja, Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi hafalagt niður störf. Verkföllin hafa haft mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga en hillur standa tómar í matvöruverslunum og ber á miklum eldsneytisskorti. Engin uppskipun á sér stað og engu er landað og því skortur á ýmsum nauðsynjavörum. Þjóðin standi saman Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka dagvistunarstofnunum, leikskólum og skólum, foreldrum landsins til mikils ama. „Þetta bitnar langmest á foreldrum og flestallir skólar eru lokaðir og í fjarkennslu. Sem betur fer kunnum við það núna í dag eftir Covid að vera með smá fjarkennslu en leikskólar eru allir lokaðir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Hún segir þó að í Færeyjum sé samfélagið þétt og að fólk standi saman. Þjóðin hafi samúð með málstaði verkafólksins, að minnsta kosti enn sem komið er. Dragist verkföllin á langinn gæti önnur staða komið upp á teninginn. „Það vill nú til að Færeyjar eru mjög þétt samfélag þannig það er kannski hægt að bjarga því. Maður heyrir enga undiröldu af óánægju með þetta verkfall. Fólk hefur samúð með verkafólkinu,“ segir Ágústa. Engir ávextir, grænmeti og bráðum ekkert vínarbrauð Hillur í matvörubúðum tæmast óðum af ávöxtum og grænmeti og hveitisskorts fer að gæta í bakaríum landsins. Staðan sé orðin virkilega alvarleg verði bakaríin uppiskroppa með hráefni. „Ég fór í Bónus á föstudaginn og þar voru tómar hillur af allri dagvöru, ávöxtum og grænmeti. Hér borðar fólk eins og á Íslandi mikið af kartöflum. Auðvitað hafði fólk varann á sér og hamstraði svolítið af einhverjum vörum,“ segir Ágústa og bætir við að hún hafi verið gestur á heimili í gær með fjórar fylltar frystikistur af alls konar góðgæti. Grindhvalavaða hafi einnig hætt sér nálægt ströndinni á afar heppilegum tíma. „Það eru einhverjir á sjó og þá kemur fiskur í hús. Auðvitað eru grindhvalaveiðarnar drjúg búbót. Á mánudaginn kom 150 hvala vaða sem hjálpar til,“ segir Ágústa. Alvarlegur eldsneytisskortur Hún segir þó eldsneytisskortinn bíta mest. Eyjarnar séu að verða uppiskroppa með dísel. Eitthvað sé um bensín á Suðurey en hún er tveggja tíma ferjuferðalagi frá Þórshöfn. Ágústa segir Suðureyinga ekki káta með yfirgang Hafnarbúa í þessum málum. Þó hafi skorturinn í för með sér stórbætingu á umferð í höfuðstaðnum. „Það eru mjög margir komnir niður í hálfan tank og reyna að hreyfa bílinn sem allra minnst. Það er svona eins og sunnudagsumferð,“ segir Ágústa og bætir við að hún vænti þess að ástandið muni flýta fyrir rafbílavæðingu Færeyja. Ágústa bendir einnig á að fyrstu heimsókn hins nýkrýnda Friðriks tíunda Danakonungs til Færeyja hefur verið frestað ótímabundið vegna verkfallsins. Það þykir mörgum Færeyingum miður. Von á samningum um helgina Ágústa segir að þrátt fyrir allt þetta sé mikill samhugur með Færeyingum. Færeyskt samfélag sé þétt ofið og allir standi saman til að bregðast við erfiðleikunum. „Þegar þú ert í svona litlum samfélögum þá er öryggisnetið svo sterkt. Það eiga allir afa og ömmur og frænda og frænkur sem hjálpast að þannig fólk geti farið í vinnuna þó börnin séu ekki í skólanum,“ segir hún. Ágústa kveðst einnig ekki hafa orðið vara við mikla óánægju. Fólk standi með verkafólkinu, að öllu óbreyttu í það minnsta. Þá er lögmaður Færeyja einnig formaður Jafnaðarflokksins og því ólíklegt að hann komi til með að þvinga neinn til samninga. „Það er að draga saman með þeim og ég hef fulla trú á því að þeir nái að semja um helgina. Andinn er þannig,“ segir Ágústa.
Íslendingar erlendis Færeyjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira