Sport

Dag­skráin í dag: Ís­land gegn Eng­landi á Wembley og IceBox í Kapla­krika

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Síðasta viðureign Íslands og Englands á EM 2016 er algjörlega ógleymanleg.
Síðasta viðureign Íslands og Englands á EM 2016 er algjörlega ógleymanleg.

Það er fjörugur föstudagur framundan á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2. Íslenska landsliðið leikur við England á Wembley í opinni dagskrá. Síðar í kvöld fer svo fram einn stærsti hnefaleikaviðburður sinnar tegundar í Kaplakrika. 

Stöð 2 Sport

18:15 Upphitun hefst fyrir vináttulandsleikinn á Wembley.

18:35 Ísland og England mætast í vináttulandsleik. Leikurinn verður í opinni dagskrá.

20:45 Leikurinn gerður upp af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports.

Vodafone Sport

09:00 5. dagur á World Pool Championship.

15:20 Vináttulandsleikur Tékklands og Möltu.

17:25 Fyrsta æfing fyrir Kanada kappaksturinn í Formúlu 1.

18:35 Vináttulandsleikur Þýskalands og Grikklands.

20:55 Önnur æfing fyrir Kanada kappaksturinn í Formúlu 1.

22:30 Leikur Orioles og Rays í hafnaboltadeildinni Major League Baseball.

Stöð 2 Sport 4

16:00 Bein útsending frá fyrsta degi ShopRite LPGA Classic í LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

21:00 ICEBOX: Stærsta boxmót ársins á Íslandi og einn stærsti áhugamanna hnefaleikaviðburður í Evrópu, allt saman í beinni útsendingu úr Kaplakrika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×