Fótbolti

Kynntu Andra Lucas til leiks með dramatísku mynd­bandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen í búningsklefa Gent.
Andri Lucas Guðjohnsen í búningsklefa Gent. gent

Belgíska úrvalsdeildarliðið Gent hefur staðfest kaupin á Andra Lucasi Guðjohnsen frá Lyngby í Danmörku.

Danska Tipsbladet hafði greint frá því að félagaskiptin væru yfirvofandi. Samkvæmt þeirra heimildum hefur Lyngby aldrei selt leikmann fyrir hærri fjárhæð, eða rúmlega 22 milljónir danskra króna.  

Gent hefur nú staðfest kaupin og kynnt Andra sem nýjasta leikmann liðsins. Hann verður í treyju númer níu hjá Gent.

Belgarnir kynntu Andra til leiks með skemmtilegu myndbandi þar sem vísað til staðanna sem hann hefur búið á í gegnum ævina. Í myndbandinu má einnig sjá þekkt kennileiti og tákn frá Íslandi, Danmörku og Belgíu.

Andri varð næstmarkahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með þrettán mörk. Hann kom til Lyngby frá Norrköping í ágúst í fyrra.

Andri gæti leikið sinn 23. landsleik þegar Ísland mætir Englandi í vináttuleik á Wembley í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×