Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson skrifar 7. júní 2024 17:01 Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Reynir Böðvarsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun