Ótrúlegt atvik á EM: Fagnaði of snemma og missti af medalíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2024 10:16 Laura García-Caro horfir með skelfingarsvip á Lyudmylu Olyanovska. getty/Pier Marco Tacca Það borgar sig aldrei að fagna of snemma. Það kom svo sannarlega í ljós í úrslitum í göngu á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Róm í gær. Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira