Innlent

Grindavíkurvegur undir hraun og al­var­leg á­rás á for­sætis­ráð­herra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Karlmaður sem réðst á Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið leiddur fyrir dómara. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið sjálft.

Þá fjöllum við um björgun gísla á Gasasvæðinu og ræðum við stjórnmálafræðing um erfiða stöðu Vinstri grænna, sem ákváðu í gær að flýta landsfundi. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×