Innherji

„Trygginga­stærð­fræðingar eru fá­mennur hópur með mikið á­hrifa­vald“

Hörður Ægisson skrifar
Jón Ólafur Halldórsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða, gerði í ávarpi sínu á aðalfundi samtakanna meðal annars að umtalsefni þann vanda sem hefði skapast eftir að helstu tryggingastærðfræðingar landsins komust að ólíkri niðurstöðu um hvernig réttast væri að breyta lífeyrisréttindum sjóðsfélaga þegar nýjar töflur um líflíkur þjóðarinnar voru innleiddar.
Jón Ólafur Halldórsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða, gerði í ávarpi sínu á aðalfundi samtakanna meðal annars að umtalsefni þann vanda sem hefði skapast eftir að helstu tryggingastærðfræðingar landsins komust að ólíkri niðurstöðu um hvernig réttast væri að breyta lífeyrisréttindum sjóðsfélaga þegar nýjar töflur um líflíkur þjóðarinnar voru innleiddar. Vísir/Vilhelm

Sú óvissa sem er uppi um heimildir lífeyrissjóða til að ráðast í tilfærslur á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga með hliðsjón af hækkandi lífaldri er „óþolandi,“ að sögn formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, og er afleiðing þess að tryggingarstærðfræðingar, sem hafa „mikið áhrifavald,“ gátu ekki komið sér saman um útfærslu á breytingunum. Hann segir lausn varðandi málefni ÍL-sjóðs ekki vera sjáanlega á næstunni þótt „þreifingar“ hafi verið í gangi við ríkið um mögulegt samkomulag.


Tengdar fréttir

Gildi og LIVE vísa því á bug að verðmæti hafi verið flutt milli kynslóða

Framkvæmdastjórar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Gildis lífeyrissjóðs, ásamt tryggingastærðfræðingi hjá Talnakönnun, vísa því á bug að breytingar sem voru gerðar á áunnum lífeyrisréttindum feli í sér að brot á eignarrétti yngri sjóðfélaga. Þvert á móti stuðluðu breytingarnar að „jafnræði milli sjóðfélaga“ og komu í veg fyrir „stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta“ frá eldri sjóðfélögum og lífeyrisþegum til þeirra sem yngri eru.

Stór­felldri til­færslu hjá LV og Gildi verður „án efa vísað til dóm­stóla“

Bjarni Guðmundsson, sjálfstætt starfandi tryggingastærðfræðingur sem veitir fjölda lífeyrissjóða ráðgjöf, segir að ákvarðanir Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) og Gildis lífeyrissjóðs um að breyta áunnum réttindum mismikið eftir aldurshópum feli sannarlega í sér „stórfelldan tilflutning verðmæta“ frá ungu kynslóðinni til hinnar eldri. Framkvæmdastjórar sjóðanna hafa vísað þessari túlkun á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×