Innlent

Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq

Árni Sæberg skrifar
Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn árið 2017.
Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn árið 2017. vísir/vilhelm

Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega.

Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir heimildum sínum. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki viljað tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Nokkur fjöldi hafi orðið vitni að því þegar skipverjinn var leiddur af borði og inn í lögreglubíl.

Þá hermi heimildir að lögreglan hafi yfirheyrt aðra skipverja togarans.

Frystitogarinn Polar Nanoq er Íslendingum kunnur, ekki af góðu. Thomas Møller Olsen, sem var skipverji á Polar Nanoq, var árið 2017 dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á miklu magni af kannabisefnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×