Sport

Dag­skráin í dag: For­múla, fót­bolti, golf, hafnabolti og úr­slitin í NBA halda á­fram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Úrslitarimma NBA-deildarinnar í körfubolta heldur áfram í nótt.
Úrslitarimma NBA-deildarinnar í körfubolta heldur áfram í nótt. Maddie Meyer/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á bland í poka á þessum fína sunnudegi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport 2

Annar leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta er á dagskrá í kvöld þegar Boston Celtics tekur á móti Dallas Mavericks. Boston leiðir seríuna 1-0, en upphitun fyrir leikin hefst um leið og klukkan slær miðnætti.

Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 00:30 og ættu körfuboltaunnendur því að undirbúa sig fyrir langa nótt.

Stöð 2 Sport 4

ShopRite LPGA Classic á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 18:00.

Vodafone Sport

Þá verður nóg um að vera á Vodafone Sport. Við hefjum leik á viðureign Nordsjælland og Kolding í danska kvennaboltanum klukkan 10:55 áður en við færum okkur yfir til Svíþjóðar þar sen Kristianstad tekur á móti Häcken klukkan 12:55.

Klukkan 17:30 er svo komið að kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 áður en Yankees og Dodgers eigast við í MLB-deildinni í hafnabolta klukkan 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×