„Sést oft í Eyjum og á N1 mótinu en á kannski ekki að vera í fullorðinsfótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:38 Jóhann Kristinn var svekktur eftir tap dagsins. Vilhelm/Vísi „Ég er mjög ósáttur með hvernig við töpuðum þessum leik. Alltaf vont að tapa og frekar ósáttur hvernig við töpuðum þessum, það er bara þannig”, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 3-0 tap gegn toppliði Breiðabliks á heimavelli í dag. Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira