Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotter­dam

Valur Páll Eiríksson skrifar
Åge Hareide er mættur til Búdapest vegna leiksins mikilvæga við Ísrael á morgun.
Åge Hareide er mættur til Búdapest vegna leiksins mikilvæga við Ísrael á morgun. Getty/Will Palmer

Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 

Ísland vill fylgja mögnuðum 1-0 sigri á Englandi á Wembley í fyrrakvöld eftir er það mætir hollenska liðinu annað kvöld. Hareide og Jóhann Berg lögðu línurnar á fundinum sem var sýndur beint á Stöð 2 Vísi.

Klippa: Åge og Jói Berg sitja fyrir svörum

Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum.

Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×