Fótbolti

Sigur hjá Emilíu og úr­slita­leikur við Bröndby um titilinn fram­undan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og stöllum hennar í Nordsjælland dugir jafntefli gegn Bröndby í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar til að verða meistarar.
Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og stöllum hennar í Nordsjælland dugir jafntefli gegn Bröndby í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar til að verða meistarar. nordsjælland

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, nýjasta landsliðskona Íslands í fótbolta, var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland sem sigraði KoldingQ, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Nordsjælland er með tveggja stiga forskot á Bröndby á toppi deildarinnar þegar einni umferð er ólokið. 

Nordsjælland og Bröndby mætast í ópinberum úrslitaleik um danska meistaratitilinn á laugardaginn. Fjórum dögum seinna mætast liðin í bikarúrslitum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir leika með Bröndby.

Emilía hefur skorað tíu mörk í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hún var þó ekki á skotskónum í dag.

Emilía lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland í 2-1 sigrinum á Austurríki á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×