Það er spænski miðillinn Marca sem greinir frá en karlmennirnir þrír eru allir stuðningsmenn spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia. Auk átta mánaða fangelsisdómsins hefur umræddum aðilum verið meinað að sækja knattspyrnuleiki á leikvöngum næstu tvö árin.
Það var í leik Valencia og Real Madrid árið 2023 sem kynþáttaníði var beint að Vinicius Jr. Leikurinn var stöðvaður í nokkrar mínútur þar sem að Vinicius reyndi að fá dómara leisins til þess að aðhafast eitthvað í málinu.
Um tímamótaúrskurð er að ræða og er þetta í fyrsta sinn á Spáni sem dómur í svona máli tengdur knattspyrnusamfélaginu þar í landi fellur.
„Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér.