Ancelotti, Real Madrid og árangur liðsins – út frá sálfræðilegum pælingum Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 10. júní 2024 13:01 Spænska félagið Real Madrid vann meistaradeildina í 15. sinn um daginn sem er ótrúlegur árangur. Real Madrid er heillandi áfangastaður fyrir bestu leikmenn heim vegna þess mikla árangurs sem liðið hefur náð í gegnum tíðina. Líkt og flestir vita að þá er ekki nóg að vera með bestu leikmennina, heldur þarf ákveðna töfra til að fá slíka leikmenn til að vinna saman á jafn árangursríkan hátt og í tilfelli Real Madrid. Því er áhugavert að skoða hvaða sálfræðilegu þættir, já eða ,,töfrar“, búa að baki árangri Carlo Ancelotti og hans liðs, Real Madrid. (Þá er áhugavert að skoða árangur Real Madrid og þjálfara liðsins Carlo Ancelotti út frá sálfræðilegum sjónarmiðum). Það er eitthvað við nærveru Ancelotti sem heillar mig, burtséð frá árangri hans sem þjálfari. Það sést þegar hann fagnar með leikmönnum hversu mikla virðingu og væntumþykju leikmenn bera til hans. Hann virðist vera þeim einstaka eiginleika gæddur að ná vel til leikmanna, hvort sem þeir eru í byrjunarliði eða ekki. Hann fær þá líka til að spila góðan og árangursríkan fótbolta. Ancelotti er viðkunnanlegur maður sem fer ekki mikið fyrir, maður sem vill ekkert endilega fá athygli. Hann er hógvær og rólegur. Þetta hentar leikmönnum vel þegar mikið er í húfi og pressan mikil. Þá er nauðsynlegt að til staðar sé þjálfari og leiðtogi sem hefur stjórn á aðstæðum og sýnir í verki. Ég hjó eftir setningu sem lýsir honum vel: „The genius of Ancelotti is that he realises that world class players simply have to really like and respect you, rather than be taught everything by you“. Þetta er nákvæmlega það sem leikmenn Real Madrid gera. Það sem Ancelotti gerir svo vel er að hann setur sig ekki á stall ofar leikmönnum. Hann sýnir einstaka leiðtogafærni, það er að hafa áhrif á leikmenn til að ná ákveðnum markmiðum (man-management). Leikmenn sem hafa talað opinberlega um Ancelotti lýsa því sama og hefur verið sagt um fyrrum þjálfara Manchester United, Sir Alex Ferguson. Þeir eiga það sameiginlegt að leggja mikla vinnu í að sýna öllum leikmönnum mikinn áhuga. Ekki bara leikmönnunum heldur manneskjunum/einstaklingunum. Því leikmenn eru jú manneskjur með tilfinningar og ólíkan bakgrunn, sögu og uppruna. Það skiptir fólk máli að annað fólk sýni því áhuga, sér í lagi ef um ræðir leiðtoga hópsins, sá sem ræður hvað mestu um framvindu, hlutverk leikmanna og stefnu liðsins. Þaðan kemur m.a. virðingin. Ancelotti spyr spurninga og pælir í lífi leikmanna utan fótboltans. Hann gefur sér tíma fyrir leikmenn. Þú sem leikmaður upplifir að honum sé ekki sama, að þú sért ekki bara enn einn leikmaðurinn – að þú sért manneskja af holdi og blóði. Honum er ekki sama og hann sýnir það, það er raunverulegt en ekki leikþáttur. Hann hefur sjálfur sagt að það sem einkennir hann sem þjálfara er karakterinn hans og persónuleiki. Hann leggur mikið upp úr lýðræði innan liðsins og segist gefa sér mikinn tíma í að ræða við leikmann, útskýra, fræða og upplýsa hver markmiðin eru og hvers vegna. Annað sem Ancelotti hefur sjálfur sagt er að hann spyr leikmenn mikið út í taktík og aðra þætti sem snúa að leiknum. Hann leggur áherslu á að fá skoðanir og hugmyndir leikmanna um allt sem tengist fótboltanum og gefur þeim þannig færi á að hafa áhrif á ákvarðanatökur. Tilgangurinn er að leikmenn skilji þannig enn betur hvers er ætlast til af þeim og hvert hlutverk þeirra er. Skýr hlutverk auka öryggistilfinningu og á það einnig við á fótboltavellinum. Þetta snýr ekki einungis að leikmönnum, heldur öllu teyminu í kringum hann. Að fólk upplifi að það skipti máli og sé hluti af heildinni og þar með árangrinum. Er það eitt það mikilvægasta sem við sem manneskjur upplifum, tilfinningin að tilheyra eða að ,,ég“ skipti máli. Þetta er í samræmi við þar sem rannsóknir á leiðtoga- og forystuhæfni hafa sýnt: Leiðtogi þarf að vera áreiðanlegur, opinn og vita fyrir hvað hann stendur. Það sé hægt að skilja hann og treysta honum. Hann þarf að vera skýr og njóta trausts. Leiðtogi þarf að sýna fólki athygli og áhuga. Leikmenn þurfa að vita hversu mikilvægir þeir eru og því skipta góð samskipti öllu máli. Taka eftir, hrósa og sýna áhuga. Leiðtogi byggir upp keppnisanda á meðal leikmanna og býr til spennu og eftirvæntingu. Leikmenn vilja standa sig vel fyrir leiðtogann og fyllast eldmóði þegar þeir eiga í samskiptum við hann. Sameiginleiki. Leikmenn og annað starfsfólk þurfa að finna að þeir séu hluti af stærri heild eða liðsheild og allir séu þeir jafn mikilvægir. Ancelotti hefur unnið nánast alla titla sem hægt er, bæði sem leikmaður og þjálfari. Það sem gerir hann að einstökum þjálfara er að þrátt fyrir alla sigrana þá vill hann læra og hlusta á það sem þú hefur fram að færa, sama hver þú ert. Hann er empatískur og sýnir samhygð. Hann leyfir sér að vera hrár, sýna tilfinningar sem um leið gefur öðrum leyfi til þess. Hann er góð fyrirmynd. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Sjá meira
Spænska félagið Real Madrid vann meistaradeildina í 15. sinn um daginn sem er ótrúlegur árangur. Real Madrid er heillandi áfangastaður fyrir bestu leikmenn heim vegna þess mikla árangurs sem liðið hefur náð í gegnum tíðina. Líkt og flestir vita að þá er ekki nóg að vera með bestu leikmennina, heldur þarf ákveðna töfra til að fá slíka leikmenn til að vinna saman á jafn árangursríkan hátt og í tilfelli Real Madrid. Því er áhugavert að skoða hvaða sálfræðilegu þættir, já eða ,,töfrar“, búa að baki árangri Carlo Ancelotti og hans liðs, Real Madrid. (Þá er áhugavert að skoða árangur Real Madrid og þjálfara liðsins Carlo Ancelotti út frá sálfræðilegum sjónarmiðum). Það er eitthvað við nærveru Ancelotti sem heillar mig, burtséð frá árangri hans sem þjálfari. Það sést þegar hann fagnar með leikmönnum hversu mikla virðingu og væntumþykju leikmenn bera til hans. Hann virðist vera þeim einstaka eiginleika gæddur að ná vel til leikmanna, hvort sem þeir eru í byrjunarliði eða ekki. Hann fær þá líka til að spila góðan og árangursríkan fótbolta. Ancelotti er viðkunnanlegur maður sem fer ekki mikið fyrir, maður sem vill ekkert endilega fá athygli. Hann er hógvær og rólegur. Þetta hentar leikmönnum vel þegar mikið er í húfi og pressan mikil. Þá er nauðsynlegt að til staðar sé þjálfari og leiðtogi sem hefur stjórn á aðstæðum og sýnir í verki. Ég hjó eftir setningu sem lýsir honum vel: „The genius of Ancelotti is that he realises that world class players simply have to really like and respect you, rather than be taught everything by you“. Þetta er nákvæmlega það sem leikmenn Real Madrid gera. Það sem Ancelotti gerir svo vel er að hann setur sig ekki á stall ofar leikmönnum. Hann sýnir einstaka leiðtogafærni, það er að hafa áhrif á leikmenn til að ná ákveðnum markmiðum (man-management). Leikmenn sem hafa talað opinberlega um Ancelotti lýsa því sama og hefur verið sagt um fyrrum þjálfara Manchester United, Sir Alex Ferguson. Þeir eiga það sameiginlegt að leggja mikla vinnu í að sýna öllum leikmönnum mikinn áhuga. Ekki bara leikmönnunum heldur manneskjunum/einstaklingunum. Því leikmenn eru jú manneskjur með tilfinningar og ólíkan bakgrunn, sögu og uppruna. Það skiptir fólk máli að annað fólk sýni því áhuga, sér í lagi ef um ræðir leiðtoga hópsins, sá sem ræður hvað mestu um framvindu, hlutverk leikmanna og stefnu liðsins. Þaðan kemur m.a. virðingin. Ancelotti spyr spurninga og pælir í lífi leikmanna utan fótboltans. Hann gefur sér tíma fyrir leikmenn. Þú sem leikmaður upplifir að honum sé ekki sama, að þú sért ekki bara enn einn leikmaðurinn – að þú sért manneskja af holdi og blóði. Honum er ekki sama og hann sýnir það, það er raunverulegt en ekki leikþáttur. Hann hefur sjálfur sagt að það sem einkennir hann sem þjálfara er karakterinn hans og persónuleiki. Hann leggur mikið upp úr lýðræði innan liðsins og segist gefa sér mikinn tíma í að ræða við leikmann, útskýra, fræða og upplýsa hver markmiðin eru og hvers vegna. Annað sem Ancelotti hefur sjálfur sagt er að hann spyr leikmenn mikið út í taktík og aðra þætti sem snúa að leiknum. Hann leggur áherslu á að fá skoðanir og hugmyndir leikmanna um allt sem tengist fótboltanum og gefur þeim þannig færi á að hafa áhrif á ákvarðanatökur. Tilgangurinn er að leikmenn skilji þannig enn betur hvers er ætlast til af þeim og hvert hlutverk þeirra er. Skýr hlutverk auka öryggistilfinningu og á það einnig við á fótboltavellinum. Þetta snýr ekki einungis að leikmönnum, heldur öllu teyminu í kringum hann. Að fólk upplifi að það skipti máli og sé hluti af heildinni og þar með árangrinum. Er það eitt það mikilvægasta sem við sem manneskjur upplifum, tilfinningin að tilheyra eða að ,,ég“ skipti máli. Þetta er í samræmi við þar sem rannsóknir á leiðtoga- og forystuhæfni hafa sýnt: Leiðtogi þarf að vera áreiðanlegur, opinn og vita fyrir hvað hann stendur. Það sé hægt að skilja hann og treysta honum. Hann þarf að vera skýr og njóta trausts. Leiðtogi þarf að sýna fólki athygli og áhuga. Leikmenn þurfa að vita hversu mikilvægir þeir eru og því skipta góð samskipti öllu máli. Taka eftir, hrósa og sýna áhuga. Leiðtogi byggir upp keppnisanda á meðal leikmanna og býr til spennu og eftirvæntingu. Leikmenn vilja standa sig vel fyrir leiðtogann og fyllast eldmóði þegar þeir eiga í samskiptum við hann. Sameiginleiki. Leikmenn og annað starfsfólk þurfa að finna að þeir séu hluti af stærri heild eða liðsheild og allir séu þeir jafn mikilvægir. Ancelotti hefur unnið nánast alla titla sem hægt er, bæði sem leikmaður og þjálfari. Það sem gerir hann að einstökum þjálfara er að þrátt fyrir alla sigrana þá vill hann læra og hlusta á það sem þú hefur fram að færa, sama hver þú ert. Hann er empatískur og sýnir samhygð. Hann leyfir sér að vera hrár, sýna tilfinningar sem um leið gefur öðrum leyfi til þess. Hann er góð fyrirmynd. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun