Lífið

Einn handritshöfunda Simpsons á Ís­landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Reiss á Skólavörðustíg
Reiss á Skólavörðustíg Twitter

Handritshöfundurinn og framleiðandinn Mike L. Reiss er staddur á Íslandi. Á Twitter birti hann í dag mynd af sér við regnbogagötuna á Skólavörðustíg og óskaði fólki til hamingju með hinseginmánuðinn sem haldinn er í Bandaríkjunum í júnímánuði.

Reiss er þekktastur fyrir að hafa stýrt og stjórnað Simpsons teiknimyndaþáttunum. Hann vann sem handritshöfundur við þættina þegar þeir byrjuðu en varð síðar framleiðandi þeirra.

Reiss virðist hafa ferðast nokkuð vítt um landið og gerir grín að veðrinu á Twitter-reikningi sínum. 

Reiss er einnig þekktur fyrir að hafa skapað teiknimyndaseríuna The Critic auk þess sem hann skrifaði handritin kvikmyndirnar Ice Age: Dawn of the Dinosaurs, The Simpsons Movie og My Life in Ruins.

Hér að neðan má sjá Reiss ræða sinn uppáhalds Simpsons þátt. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×