Spáir sól um allt land í vikunni Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. júní 2024 20:51 Siggi Stormur lofar að sumarið sé endanlega komið. Vísir Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“ Veður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“
Veður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira