„Það rennur hraun smá til suðurs, en ekki mikið, en mesta hraunið rennur áfram í norðvestur meðfram Sýlingarfelli.“
Nú fari gosmóða frá eldgosinu yfir höfuðborgarsvæðið og hluta Suðurlands. Þegar þessi frétt er skrifuð má sjá áhrif hennar á tveimur stöðum á vefnum loftgæði.is, en í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og við Vatnsendan í Kópavogi mælast loftgæði sæmileg. Fyrr í morgun mátti það sama segja um Vellina í Hafnarfirði.
„Það er gosmóða yfir okkur núna,“ segir Bjarki. „Þetta eru 300 til 400 míkrógrömm á rúmmetra núna. Það er hægt að búast við þessu áfram í dag á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað á Suðurlandi.“