Ákvörðunin skref í rétta átt Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2024 12:07 Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. Með leyfinu er Hval hf. gert kleift að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir leyfisveitinguna vera vonbrigði en skref í rétta átt. „Hún fækkar umtalsvert þeim dýrum sem hægt er að veiða, 99 dýr. Hún veitir bara leyfi til eins árs eins og ég skil þetta. Þannig hún reynir að fara þarna einhvern milliveg. Svo er það að sjá hvort Kristján Loftsson telur þetta vera þess virði að halda þessu áfram. Bara leiðinlegt að geta ekki lokað á þetta, því miður. En svona er lífið,“ segir Árni. Hann segir gott að leyfið gildi aðeins í eitt ár en ekki fimm til tíu ár líkt og forsvarsmenn Hvals hf. höfðu óskað eftir. „Ég var að vona að hún myndi ekki veita leyfi. En ég vissi líka að hún væri undir gríðarlegum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum sérstaklega. Maður veit aldrei hverju maður á von á, en þetta er ekki eins slæmt og hefur oft verið,“ segir Árni. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Hvalir Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. 11. júní 2024 11:53 Röng ákvörðun ráðherra Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. 11. júní 2024 12:01 Vaktin: Bjarkey gefur grænt ljós á hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjareky kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla. 11. júní 2024 10:19 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Með leyfinu er Hval hf. gert kleift að veiða 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir leyfisveitinguna vera vonbrigði en skref í rétta átt. „Hún fækkar umtalsvert þeim dýrum sem hægt er að veiða, 99 dýr. Hún veitir bara leyfi til eins árs eins og ég skil þetta. Þannig hún reynir að fara þarna einhvern milliveg. Svo er það að sjá hvort Kristján Loftsson telur þetta vera þess virði að halda þessu áfram. Bara leiðinlegt að geta ekki lokað á þetta, því miður. En svona er lífið,“ segir Árni. Hann segir gott að leyfið gildi aðeins í eitt ár en ekki fimm til tíu ár líkt og forsvarsmenn Hvals hf. höfðu óskað eftir. „Ég var að vona að hún myndi ekki veita leyfi. En ég vissi líka að hún væri undir gríðarlegum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum sérstaklega. Maður veit aldrei hverju maður á von á, en þetta er ekki eins slæmt og hefur oft verið,“ segir Árni.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Hvalir Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. 11. júní 2024 11:53 Röng ákvörðun ráðherra Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. 11. júní 2024 12:01 Vaktin: Bjarkey gefur grænt ljós á hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjareky kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla. 11. júní 2024 10:19 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. 11. júní 2024 11:53
Röng ákvörðun ráðherra Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. 11. júní 2024 12:01
Vaktin: Bjarkey gefur grænt ljós á hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjareky kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla. 11. júní 2024 10:19