Bjarni ferðaðist um Malaví með vélinni sem fórst Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 22:47 Chilima tók á móti Bjarna þegar hann kom til Malaví í maí. Mynd/Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það óhugnanlega tilfinningu að hugsa til þess að hann hafi aðeins fyrir nokkrum vikum ferðast innanlands í Malaví í sömu flugvél og varaforseti landsins, Saulos Chilima, var í þegar hann, og níu aðrir, létust í flugslysi í gær. Auk Chilima voru um borð í vélinni fyrrverandi forsetafrú landsins, Shanil Dzimbiri, og þrír hermenn. Vélin var á leið til Mzuzu sem er í um klukkustundar fjarlægð frá Lilongwe. Brak flugvélarinnar fannst í dag en hún hvarf af ratsjá eftir að hún tók á loft frá flugvelli höfuðborgar Malaví, Lilongwe, í gærmorgun. Forseti Malaví, Lazarus Chakwera, sagði í sjónvarpsávarpi í gær að ekki hefði verið hægt að lenda vélinni vegna lélegs skyggnis og veðurs. Flugmanninum hafi verið sagt að snúa aftur og að aðeins nokkrum mínútum síðar hafi flugvélin horfið af ratsjá. Í miklum samskiptum við Chilima „Varaforsetinn sem fórst var sá sem tók á móti mér og sendinefndinni frá Íslandi. Hann var þátttakandi í dagskránni sem hafði verið skipulögð fyrir mig út af þessari opinberu heimsókn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. View this post on Instagram A post shared by Bjarni Benediktsson (@bjarnibenediktsson) Hann og Chilima hafi báðir verið viðstaddir mannfjöldaráðstefnu og þeir átt fund saman með forseta landsins, Chakwera Þá hafi Chilima líka verið gestur í kvöldverðarboði þar sem menning beggja landa í mat og tónlist var kynnt. „Svo fylgdi hann mér upp á flugvöll. Við vorum þannig í talsverðu sambandi á meðan heimsókninni stóð,“ segir Bjarni. Á meðan Bjarni var í Malaví heimsótti hann Mangochi-hérað þar sem Ísland hefur verið í þróunarsamvinnu síðustu 35 árin. Með honum voru aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Malaví. View this post on Instagram A post shared by Bjarni Benediktsson (@bjarnibenediktsson) „Við fórum til Mangochi-héraðs í þessari sömu vél. Herinn á þessa vél og hún var staðsett í Lilongwe þegar við vorum þar og þeir lögðu okkur til vélina til að fara fram og til baka. Í vélinni voru tveir ráðherrar og fleira fólk. Svo kemur bara í ljós núna þega þessi hörmulegi atburður verður að þetta er sama herflugvélin og ég var að ferðast með.“ Er það ekki skrítin tilfinning? „Það er mjög óhugnanleg og óþægileg tilfinning, og ekki síst strax í kjölfar þess að ég er kominn heim að svona hörmulegur og sorglegur atburður eigi sér stað í sömu vél og við vorum að nota á meðan við vorum þar.“ Hafði ekki áhyggjur í vélinni Hann segist ekki hafa haft neinar áhyggjur af vélinni þegar hann ferðaðist með henni, honum hafi liðið vel í henni. „Ég hef sent bréf á eftirlifandi eiginkonu hans og forseta landsins,“ segir Bjarni að lokum. Bjarni fór í opinbera heimsókn til Malaví í maí. Þar tók Chilima á móti Bjarna á flugvellinum. Ferð Bjarna vakti athygli í afrískum fjölmiðlum vegna ferðamáta hans. Hann kom með farþegaflugi og var sagður lítillátur í samanburði við forseta Kenía sem hafði nýlega farið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í rándýrri einkaflugvél. Malaví Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Þróunarsamvinna Tengdar fréttir Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. 22. maí 2024 15:52 Bjarni í heimsókn í Malaví Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Malaví í tilefni af 35 ára afmæli þróunarsamvinnu ríkjanna. Hann lagði af stað fyrir helgi og stefnir á að dvelja í landinu fram á föstudag. 21. maí 2024 17:19 Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni 23. mars 2024 20:02 Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15. mars 2024 10:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Auk Chilima voru um borð í vélinni fyrrverandi forsetafrú landsins, Shanil Dzimbiri, og þrír hermenn. Vélin var á leið til Mzuzu sem er í um klukkustundar fjarlægð frá Lilongwe. Brak flugvélarinnar fannst í dag en hún hvarf af ratsjá eftir að hún tók á loft frá flugvelli höfuðborgar Malaví, Lilongwe, í gærmorgun. Forseti Malaví, Lazarus Chakwera, sagði í sjónvarpsávarpi í gær að ekki hefði verið hægt að lenda vélinni vegna lélegs skyggnis og veðurs. Flugmanninum hafi verið sagt að snúa aftur og að aðeins nokkrum mínútum síðar hafi flugvélin horfið af ratsjá. Í miklum samskiptum við Chilima „Varaforsetinn sem fórst var sá sem tók á móti mér og sendinefndinni frá Íslandi. Hann var þátttakandi í dagskránni sem hafði verið skipulögð fyrir mig út af þessari opinberu heimsókn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. View this post on Instagram A post shared by Bjarni Benediktsson (@bjarnibenediktsson) Hann og Chilima hafi báðir verið viðstaddir mannfjöldaráðstefnu og þeir átt fund saman með forseta landsins, Chakwera Þá hafi Chilima líka verið gestur í kvöldverðarboði þar sem menning beggja landa í mat og tónlist var kynnt. „Svo fylgdi hann mér upp á flugvöll. Við vorum þannig í talsverðu sambandi á meðan heimsókninni stóð,“ segir Bjarni. Á meðan Bjarni var í Malaví heimsótti hann Mangochi-hérað þar sem Ísland hefur verið í þróunarsamvinnu síðustu 35 árin. Með honum voru aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Malaví. View this post on Instagram A post shared by Bjarni Benediktsson (@bjarnibenediktsson) „Við fórum til Mangochi-héraðs í þessari sömu vél. Herinn á þessa vél og hún var staðsett í Lilongwe þegar við vorum þar og þeir lögðu okkur til vélina til að fara fram og til baka. Í vélinni voru tveir ráðherrar og fleira fólk. Svo kemur bara í ljós núna þega þessi hörmulegi atburður verður að þetta er sama herflugvélin og ég var að ferðast með.“ Er það ekki skrítin tilfinning? „Það er mjög óhugnanleg og óþægileg tilfinning, og ekki síst strax í kjölfar þess að ég er kominn heim að svona hörmulegur og sorglegur atburður eigi sér stað í sömu vél og við vorum að nota á meðan við vorum þar.“ Hafði ekki áhyggjur í vélinni Hann segist ekki hafa haft neinar áhyggjur af vélinni þegar hann ferðaðist með henni, honum hafi liðið vel í henni. „Ég hef sent bréf á eftirlifandi eiginkonu hans og forseta landsins,“ segir Bjarni að lokum. Bjarni fór í opinbera heimsókn til Malaví í maí. Þar tók Chilima á móti Bjarna á flugvellinum. Ferð Bjarna vakti athygli í afrískum fjölmiðlum vegna ferðamáta hans. Hann kom með farþegaflugi og var sagður lítillátur í samanburði við forseta Kenía sem hafði nýlega farið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í rándýrri einkaflugvél.
Malaví Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Þróunarsamvinna Tengdar fréttir Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. 22. maí 2024 15:52 Bjarni í heimsókn í Malaví Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Malaví í tilefni af 35 ára afmæli þróunarsamvinnu ríkjanna. Hann lagði af stað fyrir helgi og stefnir á að dvelja í landinu fram á föstudag. 21. maí 2024 17:19 Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni 23. mars 2024 20:02 Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15. mars 2024 10:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. 22. maí 2024 15:52
Bjarni í heimsókn í Malaví Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Malaví í tilefni af 35 ára afmæli þróunarsamvinnu ríkjanna. Hann lagði af stað fyrir helgi og stefnir á að dvelja í landinu fram á föstudag. 21. maí 2024 17:19
Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni 23. mars 2024 20:02
Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15. mars 2024 10:57