Fótbolti

Toni Kroos: Yrði að­eins of klisju­kennt að vinna EM en ég tæki því al­veg

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Toni Kroos hætti í landsliðsfótbolta eftir EM 2020 og var ekki með þegar Þýskaland varð eftir í riðlakeppninni á HM 2022.
Toni Kroos hætti í landsliðsfótbolta eftir EM 2020 og var ekki með þegar Þýskaland varð eftir í riðlakeppninni á HM 2022. Alex Grimm/Getty Images

Toni Kroos telur það sannarlega verða lygilegan endi ef hann lyftir Evrópumeistaratitlinum með þýska landsliðinu áður en hann leggur skóna á hilluna.

Kroos ákvað að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera enn einn besti miðjumaður heims og hafa nýlega lyft Meistaradeildartitli á loft í sjötta sinn. Hann mun einbeita sér að þjálfun og hlaðvarpshaldi eftir að Evrópumótinu lýkur.

Tíu ár eru síðan Kroos varð heimsmeistari með Þýskalandi á HM í Brasilíu.Martin Rose/Getty Images

Í samtali við BBC sagði hann að ef hann hefði ekki trú á því að Þýskaland yrði Evrópumeistari hefði hann ekki tekið þátt á mótinu. Hann hætti með landsliðinu eftir EM 2020 og tók ekki þátt á HM í Katar 2022 en sneri aftur í landsliðsbolta í febrúar á þessu ári.

„Þessi endir yrði aðeins of klisjukenndur en ég tæki því alveg. Ef ég hefði ekki trú á því að þessi hugmynd – eða þessir draumórar, væru raunverulegur möguleiki hefði ég ekki snúið aftur. Þetta snýst alltaf um að vinna keppnina sem ég spila í.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×