Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 13:08 Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995, hefur staðið sig einstaklega vel með sínum sjálfboðaliðum að hreinsa fjörur landsins í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira