Woods segir að Opna bandaríska muni reyna líkamlega á kylfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 13:01 Tiger Woods með augun á boltanum. Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Opna bandaríska meistaramótið í golfi stærir sig af því að vera ein erfiðasta prófraun kylfinga og Tiger Woods tekur svo sannarlega undir það. Aðeins fjórir kylfingar hafa lokið leik undir pari síðustu þrjú skipti sem Opna bandaríska fer fram á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu. Mótið fer fram í 124. sinn um komandi helgi og er búist við að verði kylfingum óþægur ljár í þúfu líkt og síðustu ár. Hinn 48 ára gamli Woods hefur unnið Opna bandaríska þrisvar sinnum á glæstum ferli sínum og veit hvað þarf til að sigra þetta strembna mót. Hann býst við að mótið verði líkt og árið 2005 þegar það mátti líkja spilamennsku kylfinga við borðtennis þar sem kúlunni var skotið fram og til baka yfir flötina. „Þetta gæti verið eitt af þessum mótum þar sem skorið eftir fyrsta hring er það lægsta sem við munum sjá.“ „Þetta verður frábær prófraun og líkamleg barátta milli kylfinga frá upphafi til enda. Þetta verður frábær skemmtun fyrir okkur öll,“ sagði Woods um komandi mót. Opna bandaríska fer fram frá 13. til 16. júní og verður í beinni á Vodafone Sport. Golf Opna bandaríska Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðeins fjórir kylfingar hafa lokið leik undir pari síðustu þrjú skipti sem Opna bandaríska fer fram á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu. Mótið fer fram í 124. sinn um komandi helgi og er búist við að verði kylfingum óþægur ljár í þúfu líkt og síðustu ár. Hinn 48 ára gamli Woods hefur unnið Opna bandaríska þrisvar sinnum á glæstum ferli sínum og veit hvað þarf til að sigra þetta strembna mót. Hann býst við að mótið verði líkt og árið 2005 þegar það mátti líkja spilamennsku kylfinga við borðtennis þar sem kúlunni var skotið fram og til baka yfir flötina. „Þetta gæti verið eitt af þessum mótum þar sem skorið eftir fyrsta hring er það lægsta sem við munum sjá.“ „Þetta verður frábær prófraun og líkamleg barátta milli kylfinga frá upphafi til enda. Þetta verður frábær skemmtun fyrir okkur öll,“ sagði Woods um komandi mót. Opna bandaríska fer fram frá 13. til 16. júní og verður í beinni á Vodafone Sport.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira