Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 12:43 Fjölskyldur og stuðningsmenn ísraelskra gísla í haldi Hamas mótmæltu fyrir utan á meðan utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í gær. AP/Leo Correa Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent