Ólögleg áfengissala Ari Jónsson skrifar 12. júní 2024 17:30 Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun