Innlent

Pólitísk af­skipti af rann­sókn og heklari á ní­ræðis­aldri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Klippa: Kvöldfréttir 12. júní 2024

Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld. Við ræðum við forsætisráðherra í beinni útsendingu um ósætti innan ríkisstjórnarinnar og lokasprettinn á þinginu.

Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Við heyrum í þeim en þær segja nauðsynlegt að stjórnvöld viðurkenna mistökin og axli ábyrgð.

Þá fer Kristján Már Unnarsson yfir stöðu hinnar umdeildu Hvalárvirkjunar sem er komin aftur á fullt í undirbúningi, við skoðum nýja bruggstofu sem búið er að opna í gamla Tónabíói og Magnús Hlynur hittir 85 ára gamlan karlmann sem heldur sér við með því að hekla á hverjum degi.

Við verðum einnig í beinni frá Geldingarnesi þar sem búið er að koma fyrir færanlegri listasýningu og í Sportpakkanum hittum við hinn sigursæla Friðrik Inga Rúnarsson sem er að taka skrefið aftur inn í þjálfun.

Í Íslandi í dag verðum við síðan í útlöndum og Sindri Sindrason ræðir við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×