Sport

Dag­skráin í dag: Opna banda­ríska, Sumarmótin, rafíþróttir og NHL

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scottie Scheffler er talinn líklegur til að vinna Opna bandaríska risamótið í golfi sem hefst í dag.
Scottie Scheffler er talinn líklegur til að vinna Opna bandaríska risamótið í golfi sem hefst í dag. Alex Slitz/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum fína fimmtudegi.

Við hefjum leik úti á golfvelli þegar Opna bandaríska risamótið í golfi fer af stað. Bein útsending hefst klukkan 10:30 á Vodafone Sport og stendur fram eftir degi.

Klukkan 11:00 er svo komið að BLAST Premier mótaröðinni í Counter-Strike, en úrslitin á vortímabilinu fara fram í dag. Eins og áður segir hefst fyrsta útsending klukkan 11:00, sú næsta klukkan 13:30, sú þriðja klukkan 16:00 og síðasta útsending dagsins hefst klukkan 18:30, en allt verður þetta sýnt á Stöð 2 Sport 2.

Meijer LPGA Classic mótið á LPGA-mótaröðinni í golfi hefst svo klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 4 og klukkan 20:00 fáum við að skyggnast inn í lífið á Lindex mótinu á Selfossi á Stöð 2 Sport.

Viðureign Oilers og Panthers í NHL-deildinni í íshokkí rekur svo lestina á Vodafone Sport klukkan 00:05 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×