Samfylkingin – Með og á móti Helgi Brynjarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun