Innlent

Tveir hand­teknir vegna gruns um man­sal á nudd­stofu í Reykja­vík

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Tveir starfsmenn á nuddstofu í Reykjavík voru handteknir í síðustu viku, grunaðir um mansal. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Hann segir að karlmennirnir tveir sem voru handteknir hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en síðan sleppt úr haldi. Grímur tekur fram að málið sé nú til rannsóknar. 

Spurður hvort að handtakan hafi verið hluti af umfangsmikilli vændisrannsókn sem lögreglan framkvæmdi í síðustu viku svarar Grímur því neitandi. Hann tekur fram að enginn grunur sé um að vændi hafi farið fram á nuddstofunni.

„Við vorum að fylgja eftir ábendingu og þar var einstaklingur sem þáði það að fá aðstoð,“ segir Grímur og tekur fram einn einstaklingur hafi stöðu brotaþola í málinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×